Sæluvikutónleikar
Sæluvika Skagfirðinga er ein elsta lista- og menningarhátíð landsins. Sæluvikutónleikarnir í ár verða með þeim stærri sem haldnir hafa verið í Sæluviku. Á tónleikunum verða flutt gömul og góð íslensk dægurlög af frábærum tónlistarmönnum, en fram koma: Jogvan Hansen, Birgitta Haukdal, Alma Rut, Kristján Gíslason, Rúnar Örn Friðriksson, Sigvaldi Gunnarsson og Róbert Óttarsson. Hljómsveit kvöldsins er VON ásamt Einari Braga en hún mun sjá um undirspilið hjá þessum frábæra flokki ásamt því að spila á Sæluvikuballi sem verður eftir tónleikana.
Íslenskar dægurlagaperlur fluttar af hópi frábærra söngvara!