Ilmur af jólum 2.des.2017
ILMUR AF JÓLUM Í GRAFARVOGSKIRKJU 2.DESEMBER 2017
Einstakir & hátíðlegir tónleikar sem hjálpa þèr & þínum að komast í hina einu sönnu jólastemningu.
Hera Björk leiðir okkur inn í jólahátíðina ásamt góðum gestum.
Tónleikarnir ILMUR AF JÓLUM eru nú haldnir í fjórða sinn í Grafarvogskirkju laugardagskvöldið 2.desember 2017. Söngkona HERA BJÖRK hefur veg og vanda af þessari glæsilegu tónlistarveislu og verður engin breyting á því í ár. Hera Björk hefur síðastliðin ár fengið til liðs við sig úrval frábærra söngvara. Í ár endurtekur Hera Björk leikin og núna er athyglin sett á “nýju andlitin” í íslensku söngsenunni. Við bjóðum velkomin til leiks í Grafarvogskirkju söngvarana ARON HANNES, ARNAR DÓR, ÖLMU RUT, RÓSU BJÖRG og SIGURJÓN ÖRN sem ásamt BARNAKÓR GRAFARVOGSKIRKJU og HLJÓMSVEIT okkar færustu tónlistarmanna munu færa okkur inn í aðventuna, allt undir styrkri stjórn Ástvalds Traustasonar tónlistarstjóra.
Allt þetta frábæra fólk, og auðvitað að ógleymdu heita súkkulaðinu hennar mömmu og smákökunum, munu gera þessa stund að einstakri upplifun í jólaundirbúningnum.
Miðsala er á: https://midi.is/tonleikar/1/10182/Ilmur_af_jolum