Eurovision 2015 í Austurríki
Íslenski Eurovision-hópurinn heldur til Austurríkis miðvikudaginn 13.maí og mun dvelja í Vínarborg í 12 daga. Þar mun María Ólafsdóttir syngja lagið Unbroken eftir Ásgeir, Pálma og Sæþór í StopWaitGo og með henni á sviðinu verða þau Alma Rut, Ásgeir Orri, Friðrik Dór, Hera Björk og Íris Hólm. Undirbúingur hefur gengið mjög vel og eru allir spenntir fyrir ferðalaginu. Ísland keppir á seinna undanúrlsitakvöldinu, fimmtudaginn 21.maí, en úrslitakvöldið er síðan laugardaginn 23.maí, en við ætlum að sjálfsögðu að vera þar líka.