Vestanáttin á Rósenberg 4.ágúst
Hljómsveitin VESTANÁTTIN var með tónleika á Café Rósenberg, fimmtudagskvöldið 4.ágúst 2016. Hljómsveitin leikur lög úr lagabálki Guðmundar Jónssonar sem hafa fengið að veðrast undir áhrifum vestanvinda amerískar sveitatónlistar og sumpart gengið í endurnýjun lífdaga.
Hljómsveitina skipa einvala lið tónlistarmanna, en það eru þau Eysteinn Eysteinsson trommur, Ólafur Þór Kristjánsson bassi, Jóhann Ingvason á hammond og hljómborð, Alma Rut syngur ásamt Gumma sjálfum, er sér einnig um gítarslátt.
Nánari upplýsingar um hljómsveitina eru að finna á www.facebook.com/vestanattin