Stórtónleikar tæknimannafélags Þjóðleikhússins 25.nóv
Stórtónleikar tæknimannafélags Þjóðleikhússins til styrktar Halldóri Snæ Bjarnasyni hljóðmeistara og baráttu hans við krabbamein, voru á Stóra sviði Þjóðleikhússins 25.nóvember kl. 20:30. Fram komu: TODMOBILE – Moses Hightower – Heimilistónar – Ari Eldjárn – Hellvar – Skúli Mennski – Dj.Flugvél&Geimskip – Ólafía Hrönn Jónsdóttir – Sigríður Thorlacius – Frímann Gunnarsson – og Þorsteinn Guðmundsson sem var kynnir kvöldsins. Allir sem komu að tónleikunum, hljómsveitir og starfsfólk Þjóðleikhússins, gáfu vinnu sína þetta kvöld og allur ágóði rann óskiptur í sjóð til styrktar Halldóri Snæ.
Flestar ljósmyndirnar eru eftir Guðmund Karl Sigurdórsson