AC/DC tónleikar í Eldborg 30.apríl
AC/DC, hinni goðsagnakenndu hljómsveit, sem á mest seldu rokkplötu allra tíma, Back In Black, og hátt í 200 milljón plötur seldar um heim allan á rúmlega 40 ára ferli, var gert hátt undir höfði í glæsilegri tónleikasýningu í Eldborg laugardagskvöldið 30. apríl 2016.
Í sýningunni fengu aðdándur sveitarinnar að heyra lög eins og Back in black, Thunderstruck, You shook me all night long, Highway to hell, Hells bells, Let there be rock og fleiri stórsmelli í glæsilegri umgjörð. Það var valinn maður í hverju rúmi í þessari mögnuðu tónleikasýningu en hljómsveitina skipa þaulvanir og þéttir íslenskir rokkarar:
Stefán Jakobsson – Söngur
Dagur Sigurðsson – Söngur
Hjörtur Traustason – Söngur
Ingó Geirdal (Dimma) – Gítar
Magnús Magnússon – Trommur
Guðni Finnsson (Dr. Spock, Mugison, Ensími) – Bassi
Franz Gunnarssson (Ensími) – Gítar
Alma Rut – Raddir
Heiða Ólafs – Raddir
Helgi Steinar Halldórsson – Ljósahönnun
Jóhann Rúnar Þorgeirsson – Hljóðhönnun
Rigg Viðburðir – Sviðsetning