Vestanáttin
VESTANÁTTIN leikur lög úr lagabálki Guðmundar Jónssonar, söngva af sólóplötum hans, lög með Sálinni hans Jóns míns og fleiri ópusa, sem hafa að undanförnu fengið að veðrast undir áhrifum vestanvinda amerískar sveitatónlistar og sumpart gengið í endurnýjun lífdaga.
Hljómsveitina skipa einvala lið tónlistarmanna: Alma Rut: söngur – Guðmundur Jónsson: lög, textar, söngur, kassagítar og orgel – Eysteinn Eysteinsson: trommur, slagverk og raddir – Pétur Kolbeinsson: bassi –Sigurgeir Sigmundsson: petal stálgítar, dobró og rafmagnsgítar.
Hljómsveitin gaf út sína fyrstu plötu um miðjan júní 2015 sem einfaldlega ber nafnið Vestanáttin! Hægt er að kaupa plötuna í vefverslun Vestanáttarinnar og fá plötuna senda til sín eða haft samband við okkur í gegnum einkaskilaboð/messeges FB-síðu Vestanáttarinnar! Einnig er hægt að skrá sig á póstlista Vestanáttarinnar með því að fara inn á þessa síðu og velja “Subscribe” uppi í vinstra horninu.
Á tjá og tundri
Hér er hægt að horfa á lifandi upptöku frá tónleikum Vestanáttarinnar í Salnum, Kópavogi, í febrúar 2015.
Sjá handan að
Vestanáttin hefur hafið upptökur á nýrri tónlist sem stefnt er að því að enda á plötu næsta vor. Nýja lagið þeirra – Sjá handan að – kom út í janúar 2015 og var í 15.sæti á Vinsældarlista Rásar 2 vikuna 21.-28.febrúar! Lag og texti er eftir Guðmund Jónsson en það er rólegt og dramatískt, sungið af Gumma og Ölmu Rut. Leikur petal-stál-gítar Sigurgeirs stórt hlutverk, hvílandi á þéttum grunni Eysteins og Péturs.
Textinn er einlægur og persónulegur, byggður á lífi foreldra Gumma og fjallar um hina eilífu ást og söknuðinn. Tilfinningarnar eftir að þú hefur misst sálufélagann þinn eftir langa og gifturíka æfi og vonina um endurfundi.
Tónleikar
Vestanáttin hélt sína fyrstu tónleika á Rósenberg Klappastíg miðvikudaginn 16.júlí 2014. Einnig hefur sveitin spilað á Húnavöku á Blönduósi 17.júlí 2014, á Obladi 28.ágúst 2014, á Rósenberg 1.október 2014, á Café Haiti 6.nóv.2014, á Húrra 27.nóv.2014, Jólahátíð fatlaðra á Hilton Hótel Nordica 11.desember 2014, í Salnum Kópavogi 12.febrúar 2015 og Rosenberg 5.mars 2015. Næstu tónleikar Vestanáttarinnar verða á Café Rosenberg, fimmtudagskvöldið 16.apríl kl.21:00!
Ljósmyndir: Jón Önfjörð Arnarsson og Alma Rut