ÁSYNJUR og PÁLL ÓSKAR á Rosenberg í febrúar
Tónleikar ÁSYNJA á Rosenberg föstudagskvöldið 28.febrúar tókust með eindæmum vel og var staðurinn troðfullur af áhorfendum.
Með þeim voru nokkrir af flottustu tónlistarmönnum landsins: Kristján Grétarsson (gítar), Ingi Björn Ingason (bassi), Jóhann Hjörleifsson (trommur), Karl Olgeirsson (píanó) og Hafþór Karlsson Tempó (hljóðmeistari). Sjálfur Páll Óskar var gestasöngvari og tók þrjú lög með Ásynjum. Enduðu tónleikarnir í dansi og miklu fjöri.
Meira um á www.asynjur.is
Þetta voru frábærir tónleikar.