ÞÚ GETUR tónleikar í Hörpu
Sunnudaginn 15.september 2013 sungu Ásynjur á ÞÚ GETUR tónleikunum í Eldborg í Hörpu ásamt fjölda frábærra tónlistarmanna. Fram komu m.a. Björgvin Halldórsson, Helgi Björns, Alma Rut, Ína Valgerður, Íris Hólm, Ingunn, Högni úr Hjaltalín, Rúnar Eff, Gissur Páll, Kristján Jóhannsson, Ný dönsk, Ari Eldjárn, Regína Ósk, Hreimur og Made in Sveitin, Páll Óskar, Erna Hrönn, Fjallabræður, Hera Björk, Svenni Þór og hljómsveitin Goðsögn. Hljómsveit hússins skipuðu þeir Pálmi Sigurhjartar, Róbert Þórhallsson, Pétur Valgarð, Jóhann Hjörleifsson og Halldór Lárusson.
Upptaka frá tónleikunum var síðan sýnd á RÚV þann 12.október 2013. Meira um ÞÚ GETUR verkefnið er á: www.thugetur.is