Eyjatónleikar í Hörpu
Eyjatónleikar í Hörpu 2015
Laugardagskvöldið 24. janúar 2015 komu margir af okkar ástsælustu listamönnum fram og fluttu úrval af bestu dægurperlum Eyjanna í Elborgarsal Hörpu í sannkallaðri tónlistarveislu sem Bjarni Ólafur Guðmundsson skipulagði fjórða árið í röð.
Flytjendurnir voru ekki af verri endanum; Björgvin Halldórsson, Páll Óskar, Sigríður Beinteinstóttir, Bjartmar Guðlaugsson, Eyþór Ingi, Hreimur Örn, Kristján Gísla, Silja Elsabet, Sunna Guðlaugs, Alexander Jarl. Alma Rut og Óskar Einarsson ásamt meðlimum úr Gospelkór Reykjavíkur.
Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson (hljómsveitarstjóri), Eiður Arnarsson (bassi), Birgir Nielsen (trommur), Jón Elfar Hafsteinsson (gítar), Kjartan Valdemarsson (hljómborð og harmonikka), Sigurður Flosason (saxafón, flautur og slagverk) og Kjartan Hákonarson (trompet). Einnig Lúðrasveit Vestmannaeyja undir stjórn Jarls Sigurgeirssonar og hljómsveitin Logar.
Nánari upplýsingar á: www.facebook.com/eyjarnarihorpu
Ljósmyndir: Íris Guðmundsdóttir, Óskar Einarsson, Friðgeir Bergsteinsson og Alma Rut
Minningatónleikar Ása í Bæ – 2014
Minningatónleikar Ása í Bæ – Ég þrái heimaslóð – voru haldnir í Eldborgarsal Hörpu 8.febrúar 2014.
Ég þrái heimaslóð
Í tilefni af 100 ára fæðingarafmæli Ástgeirs Ólafssonar, Ása í Bæ, 27. febrúar 2014, er blásið til sannkallaðrar gleði- og tónlistarveislu í Eldborgarsal Hörpu, 8. febrúar 2014.
Ása í Bæ þarf ekki að kynna fyrir nokkrum Eyjamanni, enda fer þar eitt þekktasta skáld Eyjanna fyrr og síðar. En hann var ekki bara frábær textasmiður, heldur einnig nokkuð lunkinn lagasmiður og sum laga Ása eru landsþekkt. Þessi lög og nokkur önnur, sem hann gerði texta við, verða flutt í Hörpu og rifjaðar upp skemmtilegar sögur af þessum mikla listamanni og lífskúnstner.
Árið 2014 verða einnig 140 ár liðin frá fyrstu Þjóðátíð Vestmannaeyja. Við rifjum upp söguna og flytjum mörg af þekktustu lögunum sem við kennum við þessa stærstu og flottustu fjölskylduhátíð landsins og þá langstærstu í heiminum miðað við höfðatölu.
Fjöldi listamanna kemur að þessum gleðitónleikum. Pálmi Gunnarsson, Guðrún Gunnars, Sigga Beinteins, Eyþór Ingi, Ingó, Kristján Gísla, Sólveig Unnur Ragnarsdóttir, Silja Elsabet Brynjarsdóttir, Sunna Guðlaugsdóttir, Alexander Jarl Þorsteinsson, Alma Rut og Ína Valgerður, ásamt Blítt og létt hópnum úr Eyjum og Lúðrasveit Vestmannaeyja. Hljómsveitin Heimaslóð mun sjá um undirleikinn og hana skipa Birgir Nielsen Þórsson, Eiður Arnarsson, Jón Elvar Hafsteinsson, Matti Kallio, Sigurður Flosason, Kjartan Hákonarson og hljómsveitarstjórinn Þórir Úlfarsson.