ÁSYNJUR
Þegar söngkonurnar Alma Rut, Ína Valgerður og Íris Hólm koma saman eru þær ÁSYNJUR. Þær eru búnar að vinna saman í fjölmörgum verkefnum undanfarin ár, m.a. í Söngvakeppni Sjónvarpsins, Frostrósum, Freddie Mercury heiðurstónleikum o.fl. Um sumarið 2013 fóru þær að syngja saman sem hópur og hafa haldið tvenna vel heppnaða tónleika á Rosenberg, í nóvember 2013 og í lok febrúar 2014.
Með þeim á Rosenberg hafa verið tónlistarmennirnir Kristján Grétarsson, Jóhann Hjörleifsson, Ingi Björn Ingason, Þórir Úlfarsson, Karl Olgeirsson, Hafþór Karlsson Tempó og Páll Óskar Hjálmtýrsson.
Einnig hafa þær komið fram sem ÁSYNJUR á Fiskideginum mikla á Dalvík, Menningarnótt í Reykjavík, Þú getur tónleikunum í Hörpu, Jólahátíð fatlaðra o.fl.
Nánari upplýsingar um ÁSYNJUR eru að finna á www.facebook.com/asynjurnar og þær eru líka með Instagram: http://instagram.com/asynjurnar
Endilega hafið samband ef þið viljið skemmtilegt og vandað atriði til ykkar.