Papar – mars 2018
Papar – Þið munið hann Jónas í Bæjarbíói
Laugardagskvöldið 10.mars 2018 kl.20:30
Í tilefni af ótrúlega miklum og góðum viðbrögðum hefur verið ákveðið að setja á nýja tónleika með Pöpunum í Bæjarbíói laugardaginn 10. mars. Þetta eru þeir fjórðu síðan i haust og gaman að finna hvað lögin sem Papar gerðu hvað vinsælust við texta Jónasar Árnasonar eiga mikið erindi við þjóðina
Þið munið hann Jónas er heiti tónleikanna. Eins og nafnið gefur til kynna þá flytja Paparnir lög við texta Jónasar Árnasonar. Papar gáfu út Riggarobb og Þjóðsögu sem innihéldu eingöngu lög við texta Jónasar. Er þetta uppistaða tónleikanna.
Verkefnið er styrkt af miklum myndarskap af Menningar-og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar og eru Papar afar þakklátir fyrir það!
– Páll Eyjólfsson – Harmonikka og hljómborð
– Dan Cassidy – Fiðla
– Eysteinn Eysteinsson -Trommur
– Bergsveinn Arilíusson – Söngur
– Alma Rut – Söngur
– Matthías Stefánsson – Gítar og banjó
– Gunnlaugur Helgason – Bassi
– Börkur Hrafn Birgisson – Kassagítar
– Ólafur Páll Gunnarsson – Sögumaður, kynnir, heimildarsafnari og innrammari