Eyjan mín bjarta – janúar 2018
Eyjatónleikarnir – Eyjan mín bjarta
20.jan 2018 – kl.20:00 – Eldborg – Harpa
Við flytjum mörg af bestu lögum Eyjanna með úrvali listamanna.
Söngvararnir sem koma fram í Eldborg þetta kvöld eru Jónsi, Jóhanna Guðrún, Stefán Hilmarsson, Eyjabræðurnir Helgi og Hermann Ingi Hermannssynir, Eyjakonan Guðlaug Ólafsdóttir, Eyjamaðurinn Kristján Gíslason, Alma Rut Kristjánsdóttir og Karlakór Vestmannaeyja. Sérstakir gestir verða svo Eyjapeyjarnir í Hröfnum.
Þórir Úlfarsson stýrir skútunni og spilar á hljómborð og með honum verða Birgir Nielsen Þórsson á trommur, Eiður Arnarsson á bassa, Jón Elfar Hafsteinsson á gítar, Kjartan Valdemarsson á hljómborð, Ari Bragi Kárason á trompet og Sigurður Flosason á saxafón, flautu og slagverk.
Já, það verður sannkölluð Eyjastemning í Eldborgarsal þann 20.janúar 2018.