Uppskeruhátíð KÍTÓN í Hörpu
Helgina 1.-2.mars var haldin uppskeruhátíð KÍTÓN, félags kvenna í tónlist, en Alma Rut er ritari í stjórn félagsins. Haldið var upp á eins árs afmæli KÍTÓN í Hörpu með málþingi, örtónleika-röð og stórum hátíðartónleikum í Eldborg: Tónafljóð. Alls komu um 200 manns að verkefnum helgarinnar, en Alma söng raddir í 4 lögum á Eldborgar-tónleikunum, hjá Ellen Kristjáns, Védísi Hervöru, Röggu Gröndal og Hafdísi Huld.
Nánar um KÍTÓN er að finna á heimasíðu félagsins: www.kiton.is
1 Response
[…] Frá tónleikum í Hörpu á uppskeruhátíð KÍTÓN í mars 2014. Myndin er sótt hingað. […]