Todmobile Klassík í Hörpu
Todmobile blés til sinnar árlegu tónlistarveislu í Eldborg föstudaginn 16. nóvember 2012. Flutt voru öll helstu lögin frá ferli Todmobile og komu fram í sinni hefðbundnu og kraftmiklu mynd. En í þetta sinn var hluti efnisskrárinnar þó spariklæddari en oftast áður því Todmobile til stuðnings var hin frábæra kammersveit sem sá um hljóðfæraleik í sýningu Þjóðleikhússins á Vesalingunum, auk 40 manna kórs. Þar að auki var Todmobile fjölskipaðri en endranær því ásamt þeim Andreu, Þorvaldi Bjarna, Eyþóri Inga, Ólafi Hólm, Eiði og Kjartani voru söngkonurnar Alma Rut og Erna Hrönn í röddum, Benni Brynleifs sá um slagverk og Vignir Þór sá um hljóðgervilsleik.