Jólakvöld Heiðu Hannesar 12.des
Bjarnheiður Hannesdóttir lenti í hjartastoppi rétt fyrir jólin 2012 og var henni vart hugað líf. Með ótrúlegum viljastyrk og góðri aðstoð er Heiða á lífi, en hún þarf mikla aðstoð við öll dagleg störf. Fötlun Heiðu hefur mikil áhrif á alla fjölskylduna og börnin hennar, og hafa veikindin í för með sér ótalmikinn aukakostnað.
Höfum við því ákveðið að efna til kósí-jólatónleika laugardagskvöldið 12.desember kl.21:00, á Café Rosenberg, og láta allan ágóða renna í styrktarsjóð Heiðu Hannesar.
Fjöldi flottra tónlistarmanna mun gefa vinnu sína á tónleikunum, m.a. bræður hennar HELGI MÁR píanóleikari og ARNAR DÓR söngvari. Einnig koma fram m.a. söngvararnir ALMA RUT, HEIÐA ÓLAFSDÓTTIR, SIGURÐUR INGIMARSSON, BERGLIND MAGNÚSDÓTTIR, RAGNHILDUR VEIGARSDÓTTIR og grínistinn PÉTUR JÓHANN SIGFÚSSON!!! :)
Miðaverð er 1.500 kr en einnig verður tekið við frjálsum framlögum sem renna í styrktarsjóðinn. ÞAÐ VERÐUR POSI Á Í MIÐASÖLUNNI :) En einnig er hægt að leggja inn á styrktarreikninginn og koma með kvittun.
Styrktarfélag Bjarnheiðar Hannesdóttur – Kt. 510714-0320 – Reikningsnr. 0133-26-10190
Hægt er að fræðast meira um Heiðu og veikindi hennar áhttps://www.facebook.com/