Árshátíð í Silfurbergi
Eitt af því skemmtilegasta sem Alma Rut gerir er að syngja á böllum og árshátíðum. Alma syndur ótrúlega fjölbreytt og skemmtilegt úrval laga og er alltaf með topp tónlistarmenn með sér. Í kvöld var risa árshátíð og jólahlaðborð hjá fyrirtæki í Silfurbergi í Hörpu. Alma Rut og Eyþór Ingi sungu fyrir dansglöðum gestum ásamt þeim Kristjáni Grétarssyni gítarleikara (Rigg; Goðsögn, Stjórnin), Friðriki Sturlusyni bassaleikara (Sálin hans Jóns míns) og Ingólfi Sigurðssyni trommuleikara (Spútnik, Greifarnir). Æðisleg stemning og troðfullur salur!