Laufskálaréttarball 2015
Laufskálaréttarballið 2015 fór fram laugardaginn 26.september í Reiðhöllinni Svaðastaðir í Skagafirði (rétt fyrir utan Sauðárkrók). Þar spilaði hljómsveitin VON og Jens Hansson, saxafónleikari, ásamt þeim Ölmu Rut, Magna Ásgeirs og Eyþóri Inga! Ballið hófst kl.23:00 og var til kl.03:00. Þvílík stemning, kraftur, stuð og fjör! Engin vínsala var í húsinu og 16 ára aldurstakmark. Rútuferðir frá Akureyri og öðrum nálægum bæjum og reiðhöllin var gjörsamlega troðfull af flottu fólki, en áætlað var að um 1.500 manns hafi verið á ballinu.