Alma Rut byrjaði að syngja með stórhljómsveitinni TODMOBILE þegar bandið hélt 20 ára afmælistónleikana sína í Gamla Bíói haustið 2009. Síðan þá hefur hún sungið með þeim á ótalmörgum tónleikum, dansleikjum og öðrum viðburðum viðsvegar um landið.
Meðlimir TODMOBILE eru: Andrea Gylfadóttir, Eyþór Ingi, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, Eiður Arnarsson, Kjartan Valdemarsson, Ólafur Hólm og Alma Rut.
Hammondhátíð Djúpavogs 26.apríl 2014
Hammondhátíð Djúpavogs 2014 var dagana 24.-27.apríl. Stórhljómsveitin TODMOBILE kom fram á Hammondhátíð Djúpavogs laugardagskvöldið 26.apríl kl.21:00 á Hótel Framtíð. Andrea Gylfadóttir söngur, Eyþór Ingi söngur, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson gítar, Eiður Arnarsson bassi, Kjartan Valdemarsson hammond og hljómborð,Ólafur Hólm trommur og Alma Rut raddir. www.facebook.com/hammondhatid
Todmobile á Akureyri 11.-12.júlí 2014
Stórhljómsveitin TODMOBILE spilaði á Græna hattinum á Akureyri föstudagskvöldið 11.júlí 2014 og laugardagskvöldið 12.júlí 2014. Troðfullt var á staðnum bæði kvöldin og myndaðist kyngimögnuð stemning eins og Todmobile-meðlimum er lagið.