Vestanáttin í Græna Herberginu fim.24.nóv.2016
Verið velkomin á tónleika VESTANÁTTARINNAR í GRÆNA HERBERGINU, Lækjargötu, fimmtudagskvöldið 24. nóvember 2016 kl.21:00.
Hljómsveitin kom sterk inn á síðasta ári með sína fyrstu plötu og fjörugt tónleikahald um flestar koppagrundir.
– Guðmundur Jónsson – söngur, gítar, lög og textar
– Alma Rut – söngur
– Eysteinn Eysteinsson – trommur
– Jóhann Ingvason – orgel
– Ólafur Þór Kristjánsson – bassi
VESTANÁTTIN mun hefja spilamennsku um níuleitið þetta fallega fimmtudagskvöld og inniheldur dagskráin ópusa af þessari fyrstu plötu hljómsveitarinnar og einnig vel valin lög úr ranni Guðmundar Jónssonar gítarleikara og söngvara.
Hægt er að sjá tvö stutt myndbönd frá kvöldinu inni á Instagram-síðu Ölmu: www.instagram.com/almarutkr