Todmobile á Græna hattinum – apríl 2018
Í ár 2018 er TODMOBILE búin að vera að skapa, flytja, útsetja, rústa, endurreysa og njóta tónlistar í heil 30 ár. Lengri tíma en sumir sem skapa, flytja, útsetja, rústa, endurreysa og njóta tónlistar í TODMOBILE hafa lifað.
Til að hita upp fyrir öflugt afmælisstarf í haust ætlar hljómsveitin að blása til tvennu á Græna þann 13. og 14.apríl. Með hverjum seldum miða fylgir kraftmikill hrollur.