Kennsla

Alma Rut hefur kennt söng í Söngskóla Maríu Bjarkar frá árinu 2005.

Hún kennir nemendum á öllum aldri, börnum, unglingum og fullorðnum. Farið er í söngtækni, hljóðnematækni, túlkun, framkomu, tjáningu, takt, sjálfsstyrkingu og margt fleira. Hver og einn vinnur með sín lög og einstaklingurinn fær að njóta sín.

Alma Rut lærði söng í Tónlistarskóla FÍH, píanó og söng í Tónlistarskóla Akureyrar og hefur einnig farið á námskeið í Complete Vocal Tecnique söngtækni. Alma hefur einnig verið í kennaranámi við Háskólann á Akureyri og það styttist í útskrift hjá henni.

Skráningar á songskolimariu.is og www.facebook.com/songskolimariu

songskolinn-regina-maria-alma-01