Hljómsveitin Alaska

alaska flyer 13 minniicon facebook alaska 02Þau Alma Rut söngkona, Pétur Valgarð gítarleikari, Ingólfur Sigurðsson trommuleikari og Ólafur Þór Kristjánsson bassaleikari koma fram og spila saman undir nafninu ALASKA! Þau spila blandaða og flotta tónlist, ná þétt saman og er hljómsveitin frábært ball-band. Þau hafa spilað saman frá haustinu 2014 víðsvegar um höfuðborgarsvæðið og einnig hafa þau haldið jólatónleika.

alaska FB profile 02 minniLagalistinn þeirra er mjög fjölbreyttur og þau eru stöðugt að bæta við, þannig að allir ættu að fá að heyra og dansa við tónlist við sitt hæfi. Tilvalið er að fá bandið til að spila í veislum, á árshátíðum, þorrablótum og við hvaða tilefni sem er og hvar sem er. Hafið samband á almarut@almarut.is eða í símum 699-5222 (Alma) og 663-7721 (Óli Þór) til að kanna málið eða bóka.

Hljómsveitin tók upp skemmtilega ábreiðu um daginn, lagið “You make me feel like dancing”, eftir Leo Sayer frá árinu 1976, sem hægt er að hlusta á hér að neðan.


Fylgist vel með og ekki láta ykkur vanta næst þegar ALASKA spilar!