Culture Club, Nik Kershaw og Todmobile 12.nóv.2017

Culture Club, Nik Kershaw og Todmobile í Laugardalshöll sunnudagskvöldið 12.nóvemver 2017!

Boy George, ásamt upprunalegu félögum sínum í Culture Club, þeim Roy Hay, Mikey Craig og Jon Moss, kemur til Íslands og heldur tónleika í Laugardalshöll 12.nóvember næstkomandi.
Nik Kershaw ásamt Todmobile, sem héldu frábærlega vel heppnaða tónleika í Hörpu í nóvember í fyrra, eru sérstakir gestir og hita upp fyrir Boy George og félaga og Siggi Hlö verður sérstakur veislustjóri kvöldsins.
Aðeins er um þessa einu tónleika að ræða og takmarkað miðaframboð, þar sem um sitjandi tónleika er að ræða…..þó flestir verði sennilega standandi í þessari miklu veislu 😉.

Miðasala og upplýsingar á: https://www.tix.is/is/event/4809/culture-club-/

You may also like...

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *