Rumours til heiðurs Fleetwood Mac september 2017

1. 8. og 9. september 2017 kom föngulegur hópur íslenskra tónlistarmanna stíga á svið í Bæjarbíó Hafnarfirði, Rauðku Siglufirði og Græna Hattinum Akureyri og flutti tónlist Fleetwood Mac, einnar allra vinsælustu hljómsveitar rokksögunnar.

Á tónleikunum flutti hópurinn meistaraverkið Rumours í heild sinni ásamt úrvali vinsælustu laga Fleetwood Mac. Má þar nefna Little Lies, Black Magic Woman, Hold Me, Seven Wonders, Gypsy, Big Love, Tusk og Rhiannon.

Um sönginn sjá RAGNHEIÐUR GRÖNDAL, MAGNI, SALKA SÓL OG ALMA RUT.

Hljómsveitina skipa Einar Scheving (trommur), Eiður Arnarsson (bassi), Kjartan Valdemarsson (hljómborð) og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson (gítar, raddir)

You may also like...

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *