Söngur í brúðkaupum

brudkaup 01Alma Rut hefur sungið í fjölmörgum brúðkaupum í gegnum árin og er vön að koma fram og syngja opinberlega. Hún leggur mikla áherslu á virðulegan og vandaðan flutning hvort sem það er í athöfninni eða í veislunni.

Brúðhjón geta komið með óskir um lög og texta, Alma er ekki bundin sérstökum lagalista, en hún getur að sjálfsögðu aðstoðað við lagaval ef þess er óskað og komið með hugmyndir.

Alma syngur oftast með píanó- eða gítarundirleikara með sér og er með nokkra góða tónlistarmenn sem hún er vön að vinna með, en hún getur einnig komið með fyrirfram-upptekið undirspil. Hún mætir með gott hljóðkerfi með sér. 

Endilega sendið Ölmu Rut tölvupóst fyrir bókanir eða ef það eru einhverjar spurningar: almarut@almarut.is
Öllum fyrirspurnum svarað án skuldbindinga. 

You may also like...

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *