Todmobile og Nik Kershaw

Árlegir rokksögutónleikar Todmobile í Hörpu 11. nóvember 2016!

Todmobiletónleikar þar sem öll bestu lögin, Pöddulagið og Eldlagið, Brúðkaupslagið, Stelpurokk ofl. hljóma í kröftugum tónleikaútgáfum þessarar öflugu tónleikasveitar. Að auki kemur fram góður gestur, enginn annar en eitíshetjan Nik Kershaw. Saman munu Todmóbílarnir og Nik renna í þekktustu lög Kershaw: I Won´t Let The Sun Go Down On Me, The Riddle, Wouldn’t It Be Good, Wide Boy o.fl

Besti lagahöfundur sinnar kynslóðar.” Elton John um Nik Kershaw.

Eitís goðsögnin Nik Kershaw, sem Elton John kallaði “besta lagasmið sinnar kynslóðar”, kemur fram á árlegum rokksögutónleikum Todmobile í Hörpu. Að öðrum áratugum síðustu aldar ólöstuðum var gróska og fjölbreytileiki popp- og rokktónlistar þess níunda óviðjafnanlegur. Nik Kershaw tróndi á toppi nýrómantísku bylgjunnar sem reis hvað hæst á fyrri hluta áratugarins og bæði gaf og tók áhrif frá tíðaranda þar sem umbúðirnar skiptu ekki síður máli en innihaldið. En Nik sannar enn og aftur að góð tónlist stendur af sér allar tískusveiflur eins og kemur í ljós á tónleikunum í Hörpu.

Það er alveg sérstök upplifun að fara á Todmobile tónleika. Todmobile ruddi brautina fyrir aðrar rokksveitir varðandi metnaðarfulla rokktónleika strax á sínum fyrstu tónleikum í Gamla bíó árið 1989. Síðan þá hefur hljómsveitin haldið hundruð tónleika um allt land og víðar og vaxið og dafnað sem tónleikasveit. Hljómsveitin reið á vaðið fyrst rokksveita með því að halda tónleika í Eldborg haustið 2011. Síðan hefur það verið árlegur viðburður. Til viðbótar hefur Todmobile tekið upp á því að vinna með goðum úr rokksögunni sem hafa verið í uppáhaldi hjá hljómsveitinni. Þar má nefna Jon Anderson úr YES og Steve Hackett úr Genesis.

Nú er komið að Nik Kershaw, einum merkasta tónlistarmanni níunda áratugarins á árlegum rokksögutónleikum Todmobile í Eldborg 11. nóvember 2016.

todmobile-og-nik-kershaw-03

You may also like...

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *