Freddie Mercury 70 í Eldborg og Hofi

Fáir tónleikar hafa notið jafn mikillar velgengni á Íslandi og Heiðurstónleikar Freddie Mercury sem settir voru upp í fyrsta sinn í nóvember árið 2011 í Hörpu. Eftir þó nokkurt hlé kom stórskotalið Rigg Viðburða aftur á svið með þessa frábæru tónlistarveislu með nýju og endurbættu sniði. Tilefnið er ærið þar sem Freddie Mercury hefði orðið sjötugur í byrjun september 2016. Hans bestu tón- og textasmíðar voru fluttar í glæsilegri umgjörð í troðfullum Eldborgarsal Hörpu laugardagskvöldið 3.september og á tvennum stútfullum tónleikum í Hofi á Akureyri laugardagskvöldið 10.september. 

Þess má geta að vegna fjölda áskoranna verða aukatónleikar í Eldborg föstudagskvöldið 3.mars 2017!

Forsöngvarar: Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Magni Ásgeirsson, Friðrik Ómar, Matthías Matthíasson, Dagur Sigurðsson & Hulda Björk Garðarsdóttir.

Hljómsveit: Kristján Grétarsson gítar, Einar Þór Jóhannsson gítar, Stefán Örn Gunnlaugsson píanó, Ingvar Alfreðsson hljómborð, Róbert Þórhallsson bassi, Benedikt Brynleifsson trommur & Diddi Guðnason slagverk

Raddsveit Mercury: Alma Rut, Regína Ósk, Ína Valgerður, Íris Hólm, Ingunn Hlín & Davíð Smári.

freddie-mercury-hopmynd-harpa-01

You may also like...

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *