Alma Rut syngur í Odense í Danmörku

Alma Rut er á leiðinni til Danmerkur að syngja við skemmtileg tilefni.

Fimmtudaginn 27.ágúst mun hún syngja í Nordatlantisk Hus í Odense við opnun á myndlistarsýningunni TRÆ – TRÉ – TREE efir Önnu G. Torfadóttur. Með Ölmu í för verður frábær danskur gítarleikari Christian Warburg. Þau ætla að spila nokkur vel valin íslensk lög við opnunina. Hér er Facebook viðburður myndlistarsýningarinnar.

Laugardaginn 29.ágúst munu þau Christian Warburg síðan halda tónleika við Skaldyrsfestival í Restaurant Nordatlanten í Odense kl.14:30-16:30. Búið er að setja upp stórt tjald við húsið og verða fjölmörg flott tónlistaratriði í boði. Nánari upplýsingar um hátíðina eru að finna hér á heimasíðu Restaurant Nordatlanten

You may also like...

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *