Vestanáttin í Vestmannaeyjum

Vestanáttin hélt tónleika á Háaloftinu í Vestmannaeyjum, föstudaginn 17. júlí 2015 kl.22:00.

Á tónleikunum verða leikin lög af glænýrri plötu sveitarinnar, ásamt vel völdum ópusum sem Vestanáttin hefur verið að spila á tónleikum undanfari misseri. Platan er samnefnd sveitinni og nú þegar hafa þrjú lög, „Sjá handan að“, „Í alla nótt“ og „Þar sem ástin í hjörtum býr“ heyrst í útvarpinu og fengið prýðis viðtökur.

Vestanáttin var stofnuð fyrir rúmu ári síðan af Guðmundi Jónssyni, lagasmiði, gítarleikara og söngvara (Sálin hans Jóns míns) með þeim formerkjum að leika hans eigin lög með sveitatónlistarblæ. Hann hóaði að sér til fulltingis öndvegisliði og var strax farið að æfa og koma fram á tónleikum. Alma Rut syngur og raddar, Sigurgeir Sigmundsson leikur á gítar, bæði úr stáli og tréi og hrynparið samanstendur af þeim Eysteini Eysteinssyni er leikur á trommur og raddar, og Pétri Kolbeinssyni er plokkar bassann.

Tónleikarnir hefjast kl. 22:00 og kostar 2.500 inn.

Diskurinn verður að sjálfsögðu til sölu á tónleikunum, en þeir sem ekki geta beðið eftir að fá hann upp í hendurnar er boðið upp á að niðurhala herlegheitunum rafrænt nú þegar og fá síðan diskinn heimsendann þegar hann kemur úr framleiðslu og styðja um leið við íslenska tónlistarútgáfu.

Diskinn getur þú nálgast á www.gummijons.is/vefverslun

You may also like...

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *