Ný plata með Vestanáttinni

Útgáfutónleikar Vestanáttarinnar verða á Rósenberg þriðjudagskvöldið 16.júní 2015!

Ný plata Vestanáttarinnar er tilbúin og hægt er að kaupa hana rafrænt á netinu og fá hana síðan senda í pósti þegar hún kemur til landsins. Nældu þér í eintak á www.gummijons.is/vefverslun.

Útgáfutónleikarnir verða á Rósenberg þriðjudagskvöldið 16.júní kl.21. 

Lög Vestanáttarinnar eru öll eftir snillinginn Gumma Jóns, sem gjarnan er kenndur við Sálina hans Jóns míns. Gummi spilar á gítar og syngur ásamt Ölmu Rut söngkonu, Sigurgeir Sigmundsson spilar á petal stágítar, Eysteinn Eysteinsson á trommur og Pétur Kolbeinsson á bassa. Nánari upplýsingar um hljómsveitinar eru hér. Hér að neðan er 2. úgefna lag hljómsveitarinnar Í ALLA NÓTT!

 

You may also like...

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *