Rumours – heiðurstónleikar Fleetwood Mac

Rumours á norðurlandi – febrúar 2015

rumours graeni hatturinn plakat 01Í lok febrúar steig föngulegur hópur íslenskra tónlistarmanna á svið Kaffi Rauðku á Siglufirði föstud.27.feb og var síðan með tvenna tónleika á Græna Hattinum á Akureyri laugard.28.feb og flutti tónlist Fleetwood Mac, einnar allra vinsælustu hljómsveitar rokksögunnar.

Rumours er fjórða söluhæsta hljómplata sögunnar og hefur selst í meira en 45 milljónum eintaka enda inniheldur hún ódauðleg lög eins og Don’t Stop, Dreams, Go Your Own Way, Songbird og Second Hand News. Á tónleikunum flytur hópurinn meistaraverkið Rumours í heild sinni ásamt úrvali vinsælustu laga Fleetwood Mac. Má þar nefna Little Lies, Black Magic Woman, Hold Me, Seven Wonders, Gypsy, Big Love og Rhiannon.

Um sönginn á tónleikunum fyrir norðan sáu þau Sigríður Thorlacius, Ragnheiður Gröndal, Magni og Alma Rut. Hljómsveitina skipuðu Sigfús Örn Óttarsson (trommur og slagverk), Eiður Arnarsson (bassi), Kjartan Valdemarsson (hljómborð) og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson (gítar, raddir).


Rumours í Hörpu – október 2014

RUMOURS, heiðurstónleikar Fleetwood Mac, voru áður í stútfullum Eldborgarsal Hörpu, föstudagskvöldið 31.október 2014. Mögnuð stemning myndaðist í salnum á þessum frábæru tónleikum. Fram komu: Sigríður Thorlacius, Ragnheiður Gröndal, Friðrik Ómar, Sigga Beinteins, Magni og hljómsveitin: Alma Rut (raddir), Einar Scheving (trommur og slagverk), Eiður Arnarsson (bassi), Gísli Magna (raddir), Kjartan Valdemarsson (hljómborð), Sigurður Flosason (saxófónn og slagverk), Unnur Birna Björnsdóttir (hljómborð og raddir) og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson (gítar).


Rumours á Bylgjunni

almarut is rumours bylgjan 01Hluti af RUMOURS hópnum kíktu til Rúnars Róberts á Bylgjunni fimmtudaginn 30.október 2014. Kvöldið eftir voru Heiðurstónleikar Fleetwood Mac á Eldborgarsviði Hörpu, en hljómsveitin er ein allra vinsælasta hljómsveit rokksögunnar.

rumours 2014 rihannon bylgjan 01Smelltu hér til að sjá og heyra Magna, Ölmu Rut, Þorvald Bjarna, Eið Arnarsson og Einar Scheving flytja lagið Second hand news

Smelltu hér til að sjá og heyra Sigríði ThorlasíusMagna, Ölmu Rut, Þorvald Bjarna, Eið Arnarsson og Einar Scheving flytja lagið Rihannon


Dreams

Glæsilegur hópurinn tók sig til og brá sér í hljóðver til að hljóðrita eigin útgáfu af Dreams, einu af frábæru lögunum á Rumours.

You may also like...

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *