Lifandi tónlist á SATT

Söngkonan Alma Rut og píanóleikarinn Helgi Hannessar léku ljúfa og skemmtilega tónlist öðru hvoru á föstudagskvöldum veturinn 2013-2014 á SATT Resturant (Icelandair Hotel Nature) við góðar undirtektir. Ýmsir vinahópar, vinnufélagar og ferðalangar komu saman og settust niður í lok vikunnar til að slaka á eða gíra sig upp fyrir helgina á SATT bar, en á hverjum degi er/var Happy Hour, 50% afsláttur öllum áfengum drykkjum, milli klukkan 16:00 og 18:00.


„Fever“ upptaka frá SATT

Upptaka frá 8.mars 2014 þegar söngkonan Alma Rut og píanóleikarinn Helgi Már spiluðu lifandi tónlist á SATT. Hér er lagið Fever.


„Kenndu mér að kyssa rétt“ lifandi upptaka frá SATT

Upptaka frá 8.mars 2014 þar sem Alma Rut og Helgi Már fluttu lagið Kenndu mér að kyssa rétt.

Þetta er eitt af uppáhaldslögum Ölmu frá æsku, en Lummurnar tóku það svo eftirminnilega og hlustaði Alma oft á plöturnar þeirra þegar hún var lítil. Lagið er erlent en höfundur texta er Skafti Sigþórsson


„Vegir liggja til allra átta“ live á SATT

Alma Rut og Helgi Már spiluðu lagið Vegir liggja til allra átta á SATT í byrjun febrúar 2014. Lag: Sigfús Halldórsson – Texti: Indriði G. Þorsteinsson

You may also like...

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *